Markmið fyrirtækisins eru að:
Bjóða upp á vönduð vinnubrögð og áreiðanlega þjónustu á umsömdum tíma.
Þjónusta viðskiptavini með allt sem tengist blikk- og járnsmíði.
Vera leiðandi í byggingalausnum sem tengjast ytra byrði húsnæðis.
Þjónusta viðskiptavini með allar gerðir loftræstinga.
Borg bygginglausnir ehf. var stofnuð árið 1996 og starfaði mest við almenna blikksmíði og loftræstingar og hét þá Blikksmiðjan Borg ehf.
Fyrirtækið hafði aðsetur að Bíldshöfða 18 til ársins 2004. Þá flutti félagið í núverandi húsnæði að Flugumýri 8 í Mosfellsbæ.
Fyrirtækið var almenn blikksmiðja með 4–5 starfsmenn til árisins 2017. Á síðustu þremur árum hefur félagið aukið vöru- og þjónustuframboð sitt mikið.
Til að útvíkka starfsemina og styðja við vöxt hefur tækjakostur verið efldur og endurnýjaður og býður fyrirtækið upp á öfluga framleiðslu á vörum úr bæði blikki og járni.
Mikill vöxtur hefur verið á síðustu árum en árið 2019 störfuðu 60 starfsmenn hjá félaginu.
Árið 2018 hóf félagið að gera þjónustusamninga við stærri viðskiptavini.
Árið 2018 hóf félagið að selja og framleiða svalalokanir.
Árið 2019 tók félagið upp verkumsjónarkerfið AJOUR.
Árið 2019 breytti félagið nafni sínu í Borg byggingalausnir.
Borg bygginglausnir kappkostar að vörur og þjónusta fyrirtækisins uppfylli ávallt kröfur og væntingar viðskiptavina um fagleg vinnubrögð. Áhersla er lögð á að vinnubrögð og val á byggingarefnum stuðli að því að framleiðsla og vörur séu vandaðar og endingargóðar og í samræmi við viðeigandi lög og reglugerðir í hvívetna.
Starfsfólk fyrirtækisins býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sínu verkssviði. Áhersla er lögð á að starfsmenn nálgist viðfangsefni sín, viðskiptavini og samstarfsfólk með uppbyggilegum og jákvæðum hætti.
Borg byggingalausnir notar AJOUR verkumsjónarkerfið við gæðaeftirlit og til að eiga samskipti við verkkaupa og undirverktaka. Með kerfinu er auðvelt að deila gögnum með samstarfsaðilum og nálgast öll gögn sem tengjast hverju verkefni. Kerfið heldur utan um verkefnavef fyrirtækisins, eftirlit, gæðastjórnun og gæðaúttektir. Það býður meðal annars upp á að fá upplýsingar, teikningar og niðurstöður gæðaúttekta varðandi frábrigði og eftirfylgni.
Allir starfsmenn fyrirtækisins fá viðeigandi þjálfun og fræðslu til að sinna störfum sínum með faglegum og öruggum hætti þannig að fylgt sé gæðastöðlum og viðeigandi öryggiskröfum. Mikil áhersla er lögð á að tryggja öryggi og aðbúnað starfsmanna og undirverktaka.